Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo hefur opnað sig um samband þeirra. Þau hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman börn.
Rodriguez og Ronaldo kynntust þegar hann var að versla í Gucci verslaun í Madrid en eru nú búsett í Sádi Arabíu þar sem Ronaldo spilar með Al-Nassr.
Það var ákveðið ‘sjokk’ fyrir Rodriguez að byrja í sambandi með svo frægum manni og einum besta knattspyrnumanni sögunnar.
,,Það er ekki beint alltaf einfalt að eiga kærasta sem er svona frægur en ég kýs ekki að breyta neinu,“ sagði Rodriguez.
,,Hann er sjálfur svo metnaðarfullur og andlega sterk manneskja, hann er í engum vandræðum með að glíma við pressuna.“
Rodriguez fór svo lengra og tjáði sig um sambandið í svefnherberginu sem hún segir vera mjög gott.
,,Virðingin er alltaf þarna, við virðum hvort annað. Það er mikilvægt að stunda kynlíf og eiga drauma. Ég kýs sjálf að sofa í kynþokkafullum undirfötum.“
,,Þau eru ekki bara kynþokkafull heldur notaleg og það gerir hlutina rómantískari. Hann er hrifinn af því sem gerir mig glaða.“