Arsenal tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í leik sem hafði lítið að segja fyrir bæði lið.
Jakub Kiwior kom Arsenal yfir snemma leiks en Eberichi Eze jafnaði fyrir gestina upp úr miðjum fyrri hálfleik.
Skömmu fyrir leikhlé kom Leandro Trossard Arsenal svo yfir á ný. Staðan 2-1 í hálfleik.
Jean-Philippe Mateta skoraði jöfnunarmark Palace svo á 83. mínútu leiksins og þar við sat. Lokatölur 2-2.
Arsenal er áfram í öðru sæti deildarinnar og eftir kvöldð er ljóst að topplið Liverpool þarf aðeins eitt stig gegn Tottenham á sunnudag til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.
Á sama tíma er öll einbeiting Arsenal á undanúrslit Meistaradeildarinnar gegn Paris Saint-Germain, en fyrri leikurinn fer fram á þriðjudag.