Atvinnuþátttaka á OECD svæðinu hefur hækkað á undanförnu ári. Hvergi er atvinnuþátttakan meiri en á Íslandi.
Í tölum frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, kemur fram að atvinnuþátttaka á Íslandi sé sú mesta af öllum 38 aðildarríkjunum. Það er 85,6 prósent.
Þátttakan á Íslandi hækkaði næst mest á síðasta ári, það er um 1,6 prósent. Aukningin var einungis meiri í Kosta Ríka, það er 2,4 prósent.
Fyrir utan Ísland er atvinnuþátttakan mest í Hollandi, 82,3 prósent, og í Sviss, 80,4 prósent. Þessi þrjú lönd eru þau einu sem hafa meiri en 80 prósenta þátttöku.
Atvinnuþátttakan á öllu OECD svæðinu er 70,2 prósent. Lægst er hún í Tyrklandi, aðeins 55,2 prósent. Tölurnar eru einnig lágar í Mexíkó og Ítalíu. Atvinnuleysi á OECD svæðinu mælist 4,8 prósent og hefur verið nokkuð stöðugt í þrjú ár.
Atvinnuþátttaka stendur í stað í Bandaríkjunum og Þýskalandi en lækkun um rúmlega 1 prósent mælist í Nýja Sjálandi, Finnlandi og Kanada.