Cesc Fabregas, stjóri Como, vill vera áfram hjá ítalska liðinu Como í sumar, þrátt fyrir áhuga annars staðar frá.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea er að gera flotta hluti með nýliða Como í Serie A. Er hann með liðið í 13. sæti deildarinnar.
Þetta hefur vakið athygli stærri liða á Ítalíu, sem og RB Leipzig í Þýskalandi, en á Fabregas að hafa fundað með þeim.
Hann er þó staðráðinn í að vera áfram í Como. Er hann þegar farinn að skipuleggja sumarið, hvaða leikmenn hann vill fá inn fyrir næstu leiktíð og þess háttar.
🚨🇪🇸 Understand Cesc Fabregas’ fully expected to stay and continue at Como for next season.
Despite interest from Italian top clubs and a direct meeting with RB Leipzig bosses, Fabregas’ keen on staying at Como.
He’s already planning summer signings with the management. pic.twitter.com/KpurhgMSLr
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2025