fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur tilkynnt um töluverðar breytingar á fréttatímum sínum í sjónvarpi. Hætt verður með seinni fréttatíma sem verið hefur við lýði síðan á níunda áratug síðustu aldar og því verður fram vegis aðeins einn reglulegur sjónvarpsfréttatími á dagskrá en hann verður færður frá klukkan 19 til klukkan 20 á kvöldin.

Í tilkynningu sem birt er á vef RÚV kemur fram að síðasti fréttatíminn klukkan 22 verði sendur út 1. júlí næstkomandi. Seinni fréttir hafi verið í sjónvarpi hjá RÚV frá árinu 1988. Þær voru fyrst sendar út klukkan 23, en flýtt til klukkan 22 árið 2000.

Á þeim tíma var aðalfréttatími í sjónvarpi klukkan 20 en árið 1999 var hann færður fram til klukkan 19. Frá og með 24. júlí næstkomandi verður fréttatíminn hins vegar aftur á sínum gamla tíma, kl. 20.

Tímabundin breyting verður þó 2. júlí og á meðan útsendingum frá EM kvenna í fótbolta stendur en þá verða fréttir á dagskrá klukkan 21.

Haft er eftir Heiðari Erni Sigurfinnssyni fréttastjóra RÚV að þessar breytingar snúist ekki um hagræðingu heldur áherslubreytingar vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið á því hvernig fólk nálgast fréttir. Lögð verði aukin áhersla á fréttir á stafrænum miðlum og dregið úr sjónvarpsframleiðslu þar sem jú flestir nálgist fréttir í dag á fyrrnefnda vettvanginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa