Eni Aluko fyrrum knattspyrnukona segist fá færri tækifæri í sjónvarpi eftir að Joey Barton réðst á hana reglulega.
Barton var duglegur að úthúða Aluko á veraldarvefnum þegar hún starfaði mikið í sjónvarpi.
Talaði Barton mikið um það að Aluko væri aðeins með starf vegna þess hvernig húðlit hún hefði.
Barton var um tíma með það á heilanum að konur væru að fjalla um knattspyrnu kvenna og fannst það ekki passa.
Aluko hefur höfðað mál gegn Barton. „Það sem gerist mikið í þessum bransa er þegar konur standa með sjálfum sér þá missa þær tækifæri,“ segir Aluko.
„Ég hef verið í sjónvarpi í ellefu ár, á síðustu átján mánuðum hef ég aldrei haft jafn lítiða ð gear.“
„Þetta er staðreynd, fólk getur svo giskað á af hverju það er.“