Leeds United komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina á mánudag og Daniel Farke stjóri liðsins fagnaði manna mest.
Farke er fyrrum stjóri Norwich og fleiri liða en hann gerði vel með það að koma Leeds upp.
Þrátt fyrir að hafa komið liðinu upp segir Daily Mail að eigendur Leeds séu að skoða að reka Farke.
Eigendur Leeds er sagðir efast um það að Farke hafi það sem til þarf til að bjarga Leeds frá falli á næstu leiktíð.
Ensk blöð segja að þrír menn komi til greina til að taka við en þar á meðal er nefndur Steven Gerrard sem síðast var í Sádí Arabíu.
Carlos Corberan þjálfari Valencia sem var aðstoðarmaður Marcelo Bielsa hjá Leeds er einnig sagður á blaði. Þá er Patrick Vieira nefndur til leiks.