Það stefnir allt í það að Manchester United muni ganga frá kaupum á Matheus Cunha sóknarmanni Wolves í sumar.
Klásúla er í samningi hans og fæst Cunha sem er frá Brasilíu fyrir 62 milljónir punda.
Áætlað er að Ruben Amorim horfi á Cunha sem mann til að spila fyrir aftan framherja í 3-4-3 kerfinu sínu.
United er einnig sagt nálægt kaup á Liam Delap framherja Ipswich sem myndi þá sjá um að leiða línuna.
Daily Mail spáir því að bæði kaupin gangi í gegn og þetta gæti þá orðið líklegt byrjunarlið United á næstu leiktíð.
(3-4-2-1): Andre Onana; Matthijs de Ligt, Harry Maguire, Leny Yoro; Amad Diallo, Manuel Ugarte, Bruno Fernandes, Patrick Dorgu; Joshua Zirkzee, Matheus Cunha; Liam Delap