Parið hefur verið saman í tvö ár. Þó þau hafa kosið að halda sambandinu að mestu úr sviðsljósinu er ást þeirra ekkert leyndarmál og mættu þau til dæmis saman á Coachella tónlistarhátíðina fyrr í mánuðinum.
Nicole Flender, móðir leikarans, sagði í viðtali við Curbed: „Ég verð að segja, hún er dásamleg. Hún er mjög vingjarnleg við mig.“
Nicole er fasteignasali og var spurð út í nýju eign leikarans, en hann keypti hús í Beverly Hills í Kaliforníu, nálægt heimili Kylie.
„Bað hann mig um ráð? Nei,“ sagði hún og hló. „Hann sagði: „Gettu hvað? Ég keypti hús!““
Nicole býr í New York og ætlar að vera þar áfram en heimsækir Timothée og dóttur sína, Pauline, sem býr í París.