Atvikið sem Callahan vísar til átti sér stað í University of Texas í Austin þar sem Hamm var leiðtogi Sigma Nu-bræðralagsins í skólanum. Nýneminn Mark Sanders slasaðist mjög illa í innvígsluathöfn þar sem Hamm barði hann meðal annars með kylfu. Hlaut Sanders þessi brot á hrygg auk þess sem hann missti næstum því nýra vegna barsmíðanna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um málið en það kom í umræðuna árið 2015, um það leyti sem þættirnir Mad Men, þar sem Hamm fór með eitt af aðalhlutverkunum, voru að ljúka göngu sinni.
Hamm tjáði sig ekki um málið þá en gerði það árið 2018 þegar hann sagði að um leiðindamál hefði verið að ræða. Fréttir af málinu hefðu þó verið ögn ýktar, en þær byggðu meðal annars á opinberum skjölum, þar á meðal lögregluskýrslum og málsskjölum frá dómsmáli sem Sanders höfðaði árið 1991. Hamm
Í fyrsta þætti nýs hlaðvarps, The Nerve, fer Callahan yfir málið og lýsir því sem gerðist með býsna nákvæmum hætti. Kallar hún hefðir því að Hamm verði dreginn til ábyrgðar vegna málsins og honum jafnvel slaufað. Segir hún á að fólkið sem fer með völd í Hollywood dýrki útlit leikarans svo mikið að það er blint á hegðun hans í fortíðinni.
Segir Callahan, sem meðal annars hefur sérhæft sig í rannsóknarblaðamennsku, að Hamm hafi barið Sanders, þar sem hann lá í gólfinu, með kylfu beint í kviðinn. Þetta hafi valdið því að nýrað í honum skaddaðist. Þjakaður af sársauka hafi Sanders verið lokaður inn í rými þar sem hann var þvingaður til að gera armbeygjur.
Martröðinni lauk ekki þarna því Hamm og félagar hans eru sagðir hafa borið eld að beltinu sem hann var með á buxunum sínum. Vísar hún svo í lögregluskýrslur:
Mark: „Ég reyndi að slökkva eldinn strax.“
Spurning: „Með höndunum?“
Mark: „Já, en hann sló þær strax í burtu. Ég var orðinn örvæntingarfullur vegna þess að ég var í bómullarbol. Ég reyndi að slökkva með höndunum en Hamm leyfði mér það ekki. Hann lét mig blása á eldinn.“
Þá lýsti Mark því hvernig Hamm tók klaufhamar og skorðaði hann undir kynfærum hans og dró hann svo um rýmið í um það bil mínútu. Í umfjöllun Callahan kemur fram að Mark hafi hætt í skólanum eftir þetta og leitað aðstoðar sálfræðings vegna atviksins. Hamm var aldrei ákærður vegna málsins en bræðralagið í skólanum var leyst upp.
Í þættinum var Maureen ómyrk í máli, ekki bara í garð leikarans, heldur einnig annarra sem hún segir að hafi ýtt undir velgengni hans í gegnum tíðina.
„Í nýlegu viðtali ræðir hann við vinkonu sína Tinu Fey og þau sleikja hvort annað upp úr skónum.
„Og ég hef alltaf velt fyrir mér fólki eins og henni, eins og Kristen Wiig, sem hjálpaði honum að komast inn í þetta Saturday Night Life-klíkuumhverfi. Kenning mín er sú að þær voru aldrei vinsælustu stelpurnar. Þær voru gamansömu nördarnir sem pössuðu ekki inn. Svo kemur strákur eins og Jon Hamm og gefur þeim smá athygli – og þær kikna í hnjánum. Þær trúa því varla að svona heitur gaur horfi tvisvar á þær.“