Allt sem tengist Trent Alexander-Arnold bakverði Liverpool þessa dagana vekur mikla athygli enda framtíð hans í lausu loti.
Núverandi samningur Trent við Liverpool rennur út í sumar og hann er sterklega orðaður við Real Madrid
Virgil van Dijk og Mo Salah voru í sömu stöðu en hafa báðir skrifað undir nýja samninga og verða áfram á Anfield.
Salah birti mynd af sér og Trent á æfingasvæði Liverpool í morgun þar sem þeir brosa báðir út að eyrum.
Vekur þessi mynd nokkra athygli og telja sumir að þetta sé merki um það að Trent sé að fara að skrifa undir nýjan samning.
— Mohamed Salah (@MoSalah) April 23, 2025