Alves er þekktur fyrir að prófa alls konar svakalegar mataráskoranir og deila reynslu sinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. En þessi nýjasta áskorun var sú erfiðasta hingað til.
Í þessa viku drakk hann aðeins próteindrykki, enginn matur og ekkert vatn. Það er ekki ráðlagt að fylgja umræddu mataræði og nauðsynlegt að innbyrða vatn á hverjum degi. Enda fór þetta fljótt úrskeiðis hjá Alves, en þrátt fyrir það ákvað hann að halda áfram og klára alla sjö dagana.
Alves er 198 cm og hreyfir sig daglega. Netverjar hafa bent honum á að hann hafi ekki verið að innbyrða nógu margar kaloríur miðað við líkamsstærð hans og hversu virkur hann er daglega.
„Ætli ég hafi ekki náð markmiði mínu, ég missti slatta af kílóum en aðalvandamálið er að það leið næstum yfir mig. Frá degi þrjú til sjö var ég nánast alltaf með hausverk og magaverk,“ segir hann.
Hann lýsir einnig svæsinni hægðatregðu þessa sjö daga. Hann segir að honum hafi liðið eins og hann væri með hnífa í maganum og var stöðugt kvalinn.
„Þessi próteindrykkjaáskorun fær 1 af 10 mögulegum. Ef þú ætlar einhvern tíma að taka þátt í einhverri áskorun, ekki prófa þessa, alls ekki.“
Hann segir að þó fyrstu tveir dagarnir hafi verið auðveldir þá hafi allt farið niður á við á þriðja degi. Á morgni þriðja dags var hann í tvo klukkutíma á klósettinu og síðan versnaði þetta bara. Hann byrjaði að fá vöðvakrampa og gat ekki slakað á í líkamanum.
Alves ítrekar að hann mælir alls ekki með þessari áskorun til að léttast, þar sem hann var mjög veikburða eftir þetta og svo þyngdist hann aftur þegar hann byrjaði að borða og drekka, þar sem einhver hluti af því sem hann missti var vatnsþyngd. Einnig getur þetta verið slæmt fyrir vöðvauppbyggingu þar sem líkaminn brýtur niður vöðvaprótín þegar hann er vannærður.
Hann segir betur frá þessu í myndbandinu hér að neðan.