Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Aston Villa heimsótti Manchester City.
Leikurinn var fjörugur til að byrja með en Bernardo Silva kom heimamönnum yfir snemma leiks.
Marcus Rashford jafnaði fyrir gestina á átjándi mínútu þegar hann skoraði af vítapunktinum.
Það var svo á 94 mínútu sem City tryggði sér sigurinn en Matheus Nunes skoraði þá eftir glæsilegan undirbúning Jeremy Doku.
City er með 61 stig í þriðja sæti en Villa er í því sjöunda með 57.