fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 03:11

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hrundið nýrri áætlun af stað þar sem sérfræðilæknar, skurðlæknar og sálfræðingar eru sendir í fremstu víglínu í Úkraínu til að skoða særða hermenn og leggja mat á hverjir þurfa á endurhæfingu og annarri meðferð að halda.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að á bak við þessa „umhyggjusömu“ áætlun leynist öllu dekkri tilgangur.

ISW segir að margoft hafi verið skýrt frá því að Rússar noti særða hermenn sem fallbyssufóður með því að láta þá vera í fararbroddi í bardögum. Þetta gera þeir til að koma upp um hvar Úkraínumenn hafa komið sér fyrir en það sjá þeir þegar Úkraínumenn skjóta á særðu hermennina. Þegar staðsetning þeirra liggur fyrir, eru betur þjálfaðir hermenn sendir til að takast á við Úkraínumennina.

ISW telur því hugsanlegt að þessi nýja áætlun Rússa sé yfirvarp til að geta fundið særða hermenn sem er hægt nota sem fallbyssufóður sem og að takmarka þann fjölda særðra hermanna sem mun njóta bóta frá ríkinu í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni