fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 08:00

Vaalimaa landamærastöðin á landamærum Rússlands og Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að byggja nýtt hernaðarmannvirki við landamærin að Finnlandi. Markmiðið er að láta reyna á þolrif NATÓ.

Þetta segir Vesa Virtanen, sem er næstæðsti yfirmaður finnska hersins. Hann segist hafa áhyggjur af fyrirætlunum Rússa sem séu svar þeirra við ákvörðun Finna um að ganga í NATÓ.

Í samtali við Daily Mail sagði hann að Rússar hafi látið reyna á 5. grein NATÓ-sáttmálans lengi með því að senda flóttamenn að landamærum Rússlands og NATÓ-ríkja, með tölvuárásum, truflunum á GPS-sendingum og áróðri og lygum í netheimum.

Fimmta greinNATÓ-sáttmálans kveður á um að árás á eitt NATÓ-ríki jafngildi árás á þau öll og eru þau skuldbundin til að koma hvert öðru til aðstoðar.

Virtanen sagði að Rússland sé að láta reyna á hversu langt sé hægt að ganga án þess að fimmta greinin verði virkjuð. Nú síðast með því að byggja hernaðarmannvirki við finnsku landamærin og fjölga hermönnum þar.

Hann sagði að Finnar muni bregðast við þessu með að senda fleiri hermenn að landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“