Samkvæmt fréttum ætlar Barcelona enn á ný að reyna að fá Bernardo Silva frá Manchester City í sumar.
Bernardo hefur undanfarin ár verið að gæla við það að fara frá City.
Manchester City ætlar í miklar breytingar í sumar og gæti félagið því verið tilbúið að selja Bernardo.
Bernardo er þrítugur landsliðsmaður frá Portúgal en spænska stórliðið hefur mikinn áhuga.
Barcelona þarf hins vegar að skoða bókhaldið líkt og áður til að athuga hvort félagið hafi efni á slíkum kaupum.