fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 15:00

Haukur Ægir Hauksson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirskriftalisti hefur verið stofnaður á island.is þar sem nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hauki Ægi Haukssyni er mótmælt.

Haukur Ægir var ákærður fyrir tilraun til manndráps en var sakfelldur fyrir líkamsárás, vegna atviks sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í mars árið 2023.

Haukur Ægir átti þar í átökum við sýrlenskan skutlara sem hafði áreitt kynferðislega dóttur kærustu Hauks, en skutlarinn ók stúlkunni að heimili Hauks. Haukur var með manninn í hálstaki er lögregla kom á vettvang en hann sagðist hafa brugðist við í sjálfsvörn við árás mannsins auk þess sem hann var að reyna að tryggja að lögreglan gæti handtekið manninn.

Sýrlendingurinn missti meðvitund í hálstakinu og var fluttur á bráðadeild. Hann hafði slegið Hauk í höfuðið með trépriki áður en Haukur náði hálstakinu á honum og voru áverkar á Hauki eftir þá atlögu.

Sjá einnig: Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Haukur fékk eins árs fangelsisdóm fyrir árásina og var dæmdur til að greiða brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur. Haukur segir niðurstöðuna vera snargalna og mun áfrýja dómnum til Landsréttar.

Sýrlendingurinn var sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni í garð stúlkunnar sem hér átti í hlut og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir það brot, þrátt fyrir að með brotinu hefði hann rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir ofbeldi gegn konu og barni.

„Að hér sé í lagi að brjóta á konum og börnum“

Fáir hafa ritað nafn sitt undir áðurnefndan undirskriftalista enda er nýbúið að stofna hann þegar þessi frétt er skrifuð. Í texta með undirskriftalistanum segir:

Við sem undir þennan lista skrifum mótmælum harðlega að Haukur Ægir Hauksson hafi fengið árs fangelsisdóm fyrir líkamsárás gegn sýrlenskum manni sem brotið hafði kynferðislega á stjúpdóttur hans auk þess þurfa að greiða manninum skaðabætur.

„Sýrlenski maðurinn fékk engan dóm fyrir þá áverka sem hann veitti Hauki og eingöngu skilorðsbundinn dóm fyrir að brjóta á stúlkunni kynferðislega en fyrir var hann á skilorði fyrir ofbeldi gegn konu og barni.

Skilaboðin til okkar kvenna með þessum dómi er skýr! Að hér sé í lagi að brjóta á konum og börnum. Að hér sé hægt að lifa á bótum, vinna svart sem skutlari og níðast þar á ungum konum. Að hér séu þeir sem dirfast að standa uppi fyrir okkur konum fangelsaðir en níðingar fá að ganga lausir.

Við segjum hingað og ekki lengra og krefjumst þess að dómi verði snúið við í landsrétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Í gær

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“