Scott Parker stjóri Burnley átti erfitt með að finna orðin þegar hann ræddi við leikmenn sína í gær, Burnley er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina.
Parker tók við Burnley fyrir tíu mánuðum síðan en liðið hafði þá fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Parker fékk erfitt starf í hendurnar, miklar breytingar voru á hópnum en honum tókst að fara upp í fyrstu tilraun.
Stjórinn var stoltur af sínum drengjum í gær þegar hann ræddi við þá og var við að brotna saman.
Ræðu hans má sjá hér að neðan.
Scott Parker's dressing room speech following promotion to the Premier League 🗣
— Burnley FC (P) (@BurnleyOfficial) April 22, 2025