Leicester féll formlega úr ensku úrvalsdeildinni um helgina með tapi gegn Liverpool þó svo að fjórar umferðir séu eftir.
Leicester fellur þar með ásamt hinum nýliðunum, Southampton og Ipswich, þó svo að tölfræðilega geti síðarnefnda félagið enn haldið sér.
Leicester hefur tapað 16 af síðustu 18 leikjum og ekki með nóg með það, heldur hefur liðinu ekki tekist að skora í níu heimaleikjum í röð.
Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í sögu efstu deildar Englands, eins og tölfræðisíðan OptaJoe vekur athygli á.
9 – Leicester have become the first team in top-flight history to go nine consecutive home league games without scoring. Shy. pic.twitter.com/jkuJjn85Rh
— OptaJoe (@OptaJoe) April 20, 2025