Arsenal er að setja allt á fullt á bak við tjöldin til að reyna að landa framherjanum Viktor Gyokeres í sumar. Football Insider heldur þessu fram.
Arseanl vantar framherja, en miðjumaðurinn Mikel Merino hefur að mestu leyst þá stöðu á seinni hluta tímabils í kjölfar meiðsla Kai Havertz og Gabriel Jesus.
Gyokeres er á mála hjá Sporting og er afar eftirsóttur, enda með 34 mörk í 29 leikjum í Portúgal á leiktíðinni.
Arsenal vonast þó til að sigra kapphlaupið um leikmanninn og er að undirbúa pakka sem á að freista Svíans og félags hans.