Stórlið á Englandi og Spáni munu reyna við Serhou Guirassy, framherja Dortmund, í sumar ef marka má Sky Sports í Þýskalandi.
Hinn 29 ára gamli Guirassy er kominn með 29 mörk í 41 leik á leiktíðinni, en hann gekk í raðir Dortmund síðasta sumar.
Hann er þegar eftirsóttur af enn stærri félögum, en Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea og Arsenal á Englandi, sem og Barcelona og Real Madrid á Spáni, eru sögð hafa áhuga.
Guirassy er þó sagður mjög ánægður hjá Dortmund en er opinn fyrir því að fara ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. Er það 4 stigum frá því þegar fjórar umferðir eru eftir.