Jack Wilshere mun stýra Norwich í síðustu tveimur leikjum liðsins í ensku B-deildinni, í kjölfar þess að aðalþjálfarinn var rekinn.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal lagði skóna snemma á hilluna og sneri sér að þjálfun yngri liða félagsins, áður en hann fékk kallið frá Norwich.
Hefur hann verið aðstoðarmaður Johannes Hoff Thorup, sem var rekinn eftir 3-1 tap gegn Millwall í gær, en Norwich er í 14. sæti deildarinnar.
Wilshere mun stýra Norwich í leikjum gegn Middlesbrough og Cardiff, en fyrrum liðsfélagi hans hjá Arsenal, Aaron Ramsey, er einmitt bráðabirgðastjóri Cardiff.