TW: Viðkvæmt efni, fréttin fjallar um sifjaspell og kynferðisofbeldi
Rapparinn Kanye West opnar sig um áfall úr æsku. Hann segir að hann og frændi hans hafi hermt eftir því sem þeir sáu í klámtímaritum þegar hann var barn og táningur. Hann greinir frá þessu og segist hafa samið nýtt lag, „Cousins“ um reynsluna.
„Þetta lag heitir COUSINS,“ sagði Kanye á X, áður Twitter, um lagið.
„Það fjallar um frænda minn sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið barnshafandi konu nokkrum árum eftir að ég sagði honum við gætum ekki „skoðað klámblöð saman“ lengur.“
Rapparinn sagðist líða eins og hann beri ákveðna ábyrgð á því sem gerðist. „Kannski […] fannst mér þetta vera mér að kenna, ég sýndi honum klámblöð þegar hann var sex ára og svo hermdum við eftir því sem við sáum.“
Kanye sagði einnig frá því hvar hann fann blöðin. „Pabbi átti Playboy-blöð en blöðin sem ég fann efst í skápnum hjá mömmu voru öðruvísi.“