Manchester United vill fá Diogo Costa, markvörð Porto, í sumar en fær samkeppni frá nágrönnunum í Manchester City. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í heimalandi kappans, Portúgal.
Costa hefur áður verið orðaður við United, en þar á bæ virðast menn vera að fá nóg af hinu mistæka Andre Onana. Gæti Kamerúninn verið á förum í sumar.

Hinn 24 ára gamli Costa gæti reynst góður kostur í hans stað, en hann er með klásúlu í samningi sínum upp á tæpar 60 milljónir punda.
Sem fyrr segir hefur City þó einnig áhuga, en félagir skoðar það að leysa af Brasilíumanninn Ederson á næstunni.
Costa á að baki 34 A-landsleiki fyrir Portúgal.