Í umfjöllun Reuters kemur fram að ekki hafi liðið nema nokkrir klukkutímar frá innrás Ísraelsher á Gaza í október 2023 þar til Frans hafði samband við einu kaþólsku kirkjuna á Gaza þar sem hann reyndi að stappa stálinu í meðlimi kirkjunnar.
„Hann læknaði sár okkar og sagði okkur að vera sterk. Hann bað stöðugt fyrir okkur,“ segir Suheil Abu Dawoud, 19 ára meðlimur kirkjunnar, í samtali við Reuters.
„Með andláti Frans páfa þá misstum við mann sem barðist alla daga fyrir að vernda sitt fólk,“ segir George Antone.
Í umfjöllun Washington Post kemur fram að símtölin til Gaza hafi fljótt orðið hluti af daglegri rútínu páfans en stundum gat það tekið langan tíma að komast í gegn. „En hann gafst aldrei upp fyrr en hann náði sambandi við okkur,“ segir séra Gabriel Romanelli.
Síðasta símtal páfans til kaþólsku kirkjunnar á Gaza barst á laugardagskvöld, rúmum sólarhring áður en hann lést. „Hann bað fyrir okkur og blessaði okkur og þakkaði okkur fyrir skuldbindingu okkar við frið á svæðinu,“ segir Romanelli.