fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Pressan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á bandarísku götunni er að auðkýfingurinn Elon Musk sé kominn með nóg af pólitíkinni. Washington Post ræddi við nafnlausan heimildarmann, sem mun þekkja Musk, og sá sagði að Musk sé tilbúinn að láta gott heita þar sem hann eigi erfitt með að standa undir stöðugri gagnrýni pólitískra andstæðinga.

Ekki er víst hvenær Musk mun kveðja ríkisstjórn Trump og hagræðingadeild sína, DOGE, en líklega verður það síðar á þessu ári, jafnvel í lok næsta mánaðar. Musk mun hafa sagt sínum nánustu að hann sé orðinn leiður á að standa undir „andstyggilegum og siðlausum“ árásum frá vinstrimönnum. Eins mun það hafa farið í taugarnar á honum að sumir innan ríkisstjórnar Donald Trump hafi unnið gegn honum og aðgerðum DOGE. Washington Post nefnir sem dæmi að sumir embættismenn hafi neitað að fara eftir fyrirmælum Musk um að skylda alla starfsmenn sína til að senda vikulegar árangursskýrslur þar sem þeir nefna fimm hluti sem þeir áorkuðu á vinnuvikunni. Musk vildi að öllum starfsmönnum ríkisins yrði skylt að senda slíkar skýrslur og að það yrði ígildi uppsagnar að verða ekki við þessari kröfu. Margir embættismenn sendu starfsmönnum sínum erindi og sögðu þeim að virða þessi fyrirmæli Musk að vettugi. Þetta væri valfrjálst en ekki skylda.

Musk mun þó vona að DOGE haldi áfram eftir að hann er farinn. Hann hafði lofað því að DOGE myndi spara hinu opinbera billjónir bandaríkjadala á sínu fyrsta starfsári. Nú hefur Musk þó viðurkennt að líklega verði sparnaðurinn talinn í nokkrum milljörðum. Erfitt er að henda reiður á hversu mikið DOGE hefur náð að spara með aðgerðum sínum því þó að deildin haldi úti eins konar opinberu bókhaldi er þar að finna mikið af færslum sem ýmist eiga ekki við nokkur rök að styðjast eða byggja á kostnaði sem þegar hefur verið greiddur og verður ekki sparaður úr þessu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Í gær

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi