fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433Sport

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 09:22

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Þungavigtinni í gær kom fram að HB í Færeyjum væri á eftir íslenskum knattspyrnuþjálfara. Samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða Arnar Grétarsson.

Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins í Færeyjum hefur liðið nú tapað þremur í röð, þar af einum í bikar. 4-0 tap gegn KÍ Klaksvík varð niðurstaðan í síðasta leik.

Adolfo Sormani þjálfari virðist því vera valtur í sessi og horfir félagið í kringum sig. Arnar er enn á lausu eftir að hann var látinn fara frá Val á miðju tímabili í fyrra og er hann á blaði hjá Færeyingunum.

Þessi afar reynslumiklu þjálfari hefur einnig þjálfað KA og Breiðablik hér á landi, sem og Rosalere í Belgíu. Þá var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge og AEK Aþenu.

Arnar yrði ekki fyrsti íslenski þjálfarinn til að stýra HB, en það gerði Heimir Guðjónsson, nú þjálfari FH, frá 2017 til 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Í gær

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum