fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 10:30

Alfa Jóhannsdóttir. Mynd: Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum oft erfitt með að átta okkur á því hvað það er sem er tilkynningarskylt, en það er alveg skýrt að við eigum aldrei að hunsa rauðu flöggin. Rauðu flöggin birtast stundum í ónotatilfinningu sem við eigum erfitt með að staðsetja, en um leið og við erum farin að velta því fyrir okkur í hljóði hvort að barn hafi orðið fyrir ofbeldi þá er það rautt flagg sem við verðum að skoða nánar. Ef við erum farin að orða það upphátt við okkar nánasta fólk að okkur grunar að eitthvað sé ekki í lagi, þá er það rautt flagg og við verðum að bregðast við,“ segir Alfa Jóhannsdóttir, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í aðsendri grein á Vísir.is.

Alfa brýnir almenna borgara til að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndar, ef við höfum grun um að slíkt sér í gangi. Um þetta gildir lagaskylda. „Íslensk lög eru skýr: ef okkur grunar að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, búi við vanrækslu eða sýni af sér áhættuhegðun þá eigum við að tilkynna það til barnaverndar. Þetta á við um okkur öll og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ástæða sé til að tilkynna, þá er ástæða til að ræða málið og skoða það nánar,“ segir hún.

Hún segir ennfremur: „Ég veit að þetta er óþægilegt. Ég veit að fólk hefur áhyggjur af því að hafa rangt fyrir sér, áhyggjur af því að rugga bátnum, áhyggjur af því að missa tengsl við ættinga og vini og mörg óttast að vekja reiði og verða jafnvel sjálf fyrir ofbeldi. Það er óþægilegt. Hvað ef við erum að lesa rangt í aðstæður og frændi okkar hættir að tala við okkur, ef systir okkur reiðist okkur og gamall vinur kallar okkur öllum illum nöfnum á Facebook? Það er óþægilegt.“

Alfa segir hins vegar að þetta séu smávægileg óþægindi í samanburði við það sem barn sem býr við ofbeldi þarf að þola. Við eigum ekki að forgangsraða eigin þægindum fram yfir öryggi barns.

Hún bendir á að framundan sé sumarfrístími í skólum og yfir sumarið fækki tilkynningum til barnaverndar. Ástæðan er sú starfsfólk leik- og grunnskóla, starfsfólk í frístund og starfsfólk lögreglu eru þau sem oftast tilkynna um mál til barnaverndar en skólastarfsemin dregst saman yfir sumartímann.

Alfa bendir á að þín tilkynning til barnaverndar geti skipt sköpum fyrir velferð barns og hún á ekki að vera háð því að þú hafir ótvíræðar sannanir fyrir því að barnið hafi orðið fyrir ofbeldi.

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?