Þremur árum eftir að Frans settist á páfastól skipaði hann Kevin kardínála og árið 2019 var hann skipaður það sem kallast „camerlengo“ sem þýðir að hann ber ábyrgð á stjórn Vatíkansins á meðan páfastóll er auður.
Var það til dæmis hans hlutverk að staðfesta andlát páfa og þá hefur hann það hlutverk að sjá um daglega stjórnsýslu og undirbúa páfakjör.
Staða hans kemur ekki í veg fyrir að hann verði sjálfur valinn páfi en þess er þó getið í umfjöllun AP að aðeins tvisvar í sögunni hafi maður í hans stöðu verið valinn páfi kaþólsku kirkjunnar.
Á Vísindavefnum má lesa um hvernig valið á nýjum páfa fer fram en mjög ákveðnar reglur og hefðir ríkja við valið.