Nýr yfirmaður knattspyrnumála Arsenal er ‘mikill aðdáandi’ sóknarmannsins Viktor Gyokores sem spilar með Sporting.
Þetta segir fyrrum framherjinn Julio Baptista sem var um tíma hjá Arsenal en starfar sem sparkspekingur í dag.
Andrea Berta tók við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála Arsenal fyrr á þessu tímabili og hefur víst mikinn áhuga á að fá Svíann til Englands.
Baptista segir að Berta sé aðdáandi leikmannsins sem hefur raðað inn mörkunum í Portúgal á þessu tímabili.
,,Við erum með Viktor Gyokores þarna, strákurinn er að skila ótrúlegri tölfræði – 45 leikir og 44 mörk og svo 11 stoðsendingar,“ sagði Baptista.
,,Arsenal er eitt af þeim liðum sem er talið vera að elta hann og ég skil af hverju. Andrea Berta er mjög hrifinn af honum, hann sýndi áhuga þegar hann var á mála hjá Atletico Madrid.“