Teddy Sheringham, goðsögn Tottenham, er á því máli að félagið hafi gert stór mistök á sínum tíma með því að losa Mauricio Pochettino.
Pochettino var látinn fara frá Tottenham árið 2019 ekki löngu eftir að hafa komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Gengi Tottenham hefur ekki batnað eftir brottrekstur Pochettino sem hefur síðan þá þjálfað PSG, Chelsea og í dag bandaríska landsliðið.
,,Enn þann dag í dag þá skil ég ekki af hverju þeir losuðu sig við Mauricio Pochettino – hann var rétti maðurinn fyrir Tottenham,“ sagði Sheringham.
,,Var það Pochettino sem vildi ekki fá inn nýja leikmenn eða var það Daniel Levy sem vildi ekki eyða peningum? Hver veit?“
,,Á þessum tímapunkti þá þarftu að styrkja liðið – þegar vel gengur.“