Barcelona hefur fengið afskaplega vondar fréttir fyrir úrslitaleik spænska Konungsbikarsins sem er gegn Real Madrid.
Eins og flestir vita er mikill rígur á milli þessara liða sem eru einnig að berjast um deildarmeistaratitilinn á Spáni.
Robert Lewandowski verður ekki með Barcelona í úrslitaleiknum sjálfum sem verður spilaður þann 26. apríl.
Lewandowski er að glíma við meiðsli og verður frá í þrjár vikur en hann meiddist gegn Celta Vigo um helgina.
Pólverjinn er 36 ára gamall en hann hefur skorað 40 mörk í 48 leikjum á þessu tímabili og er gríðarlega mikilvægur.