Tottenham 1 – 2 Nottingham Forest
0-1 Elliot Anderson(‘5)
0-2 Chris Wood(’16)
1-2 Richarlison(’87)
Tottenham hefði svo sannarlega átt að fá stig í kvöld er liðið spilaði við Nottingham Forest á heimavelli.
Tottenham fékk fjölmörg færi í þessum leik og átti 22 skot að marki gestanna sem ógnuðu afskaplega lítið.
Forest átti alls þrjú skot á markið en tvö af þeim fóru í netið snemma í fyrri hálfleiknum.
Richarlison gerði eina mark Tottenham undir lok leiks og er liðið í 16. sætinu, tveimur sætum frá fallsæti.