fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. apríl 2025 09:14

Frans páfi er látinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páfagarður hefur tilkynnt um andlát Frans páfa en hann lést í morgun um klukkan 5:30 að íslenskum tíma. Hann var 88 ára að aldri.

Páfi sást síðast opinberlega í gær, á páskadag, en hann hefur glímt við töluverða vanheilsu undanfarið og lá fyrir skömmu í nokkrar vikur á sjúkrahúsi þar sem hann stríddi meðal annars við öndunarerfiðleika. Á páskadag var vonast til að hann myndi að minnsta kosti ávarpa mannfjölda sem samankominn var á Péturstorginu í Róm en hann hafði ekki heilsu til þess.

Frans tók við páfadómi árið 2013 við afsögn þáverandi páfa, Benedikts XVI. Frans bar áður nafnið Jor­ge Mario Bergoglio og var frá Argentínu. Hann var erkibiskup í Buenos Aries áður en hann tók við páfadómi. Hann var ekki óumdeildur í heimalandinu og hafði verið þar gagnrýndur fyrir að standa ekki nægilega uppi í hárinu á herforingjastjórninni sem réð ríkjum í landinu á árunum 1976-1983.

Meira frjálslyndi en ekki of mikið

Frans lagði áherslu á látleysi og þótti óformlegri en margir forverar hans. Hann mælti mjög fyrir bættum aðstæðum flóttafólks og gagnrýndi hörku yfirvalda meðal annars í Bandaríkjunum gagnvart þessum hópi. Áherslur hans í embætti þóttu um margt frjálslyndari. Frans páfi talaði meðal annars fyrir því að konur fengju aukinn sýnileika innan kaþólsku kirkjunnar og að samkynhneigðum yrði sýnd virðing en ekki fordæming. Hann mælti þó ekki fyrir grundvallarbreytingum innan kirkjunnar, ekki kom til greina að konur gætu orðið prestar eða að samkynhneigðir nytu nákvæmlega sömu stöðu og gagnkynhneigðir.

Óskir Frans páfa um sem minnst tilstand munu fylgja honum í andlátinu en fram kemur í dánartilkynningu frá Páfagarði að útförin verði með einfaldara sniði en fyrri útfarir páfa. Segir í tilkynningunni að með breytingunum. sem gerðar voru að beiðni páfa, sé verið að leggja enn meiri áherslu á að um sé að ræða útför prests og lærisveins Krists fremur en valdamikils manns í hinum jarðneska heimi.

Það kemur ekki fram í tilkynningu Páfagarðs hvenær útförin fer fram og nákvæmlega hvaða breytingar hafa verið gerðar frá útförum forvera páfa.

Næsta skref eftir útförina verður síðan að kardinálar koma saman í sixtínsku kapellunni og kjósa nýjan páfa en eins og margir vita mun það verða mikið sjónarspil með reykmerkjum og klukkum Péturskirkjunnar verður hringt þegar næsti páfi hefur verið kosinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi