Ruben Amorim mun ekki líka við þá staðreynd að Manchester United hefur ekki tapað jafn mörgum heimaleikjum í yfir 60 ár í efstu deild Englands.
Amorim tók við keflinu á Old Trafford í nóvember en gengið undir hans stjórn hefur svo sannarlega verið brösugt.
United hefur nú tapað átta heimaleikjum í deild á einu tímabili sem hefur ekki gerst frá árinu 1963.
United spilaði við Wolves á heimavelli sínum í gær og tapaði 0-1 þar sem Pablo Sarabia gerði eina mark leiksins.
Portúgalinn getur þó enn unnið titil með enska stórliðinu sem er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar og mætir þar Athletic Bilbao.
8 – Manchester United have lost eight Premier League home games this season, their most defeats at Old Trafford in a league campaign since 1962-63 (9). Unfamiliar. pic.twitter.com/Ow5oZ8H9Gb
— OptaJoe (@OptaJoe) April 20, 2025