Teddy Sheringham, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Ruben Amorim og því sem hann hefur gert hjá félaginu síðan í nóvember.
Amorim tók við af Erik ten Hag í nóvember en sá síðarnefndi tók við af Ole Gunnar Solskjær sem lék einnig með liðinu í mörg ár.
Sheringham segir að það hafi líklega verið mistök að reka Solskjær árið 2021 en hann er í dag hjá Besiktas í Tyrklandi.
,,Ole Gunnar Solskjær var á því máli að hann hefði fengið of harða meðferð hjá Manchester United þegar hann var rekinn og nú er United enn að leitast eftir því að komast á rétta braut,“ sagði Sheringham.
,,Hann hélt sjálfur að hann væri á réttri leið en stjórnin var ekki á sama máli. Ef við horfum á hvar þeir eru í dag og hvar þeir eru núna, þetta leit alls ekkert of illa út.“
,,Ég er viss um það að ef hann stendur sig áfram sem þjálfari þá mun hann snúa aftur í stjórastólinn á Old Trafford.“