Það eru margir farnir að kannast við konu sem ber nafnið Alisha Lehmann en hún spilar með Juventus á Ítalíu i dag.
Lehmann er bæði þekkt fyrir það að vera frábær knattspyrnukona ásamt því að vera áhrifavaldur á Instagram.
Nýtt myndband af Lehmann er nú að vekja athygli þar sem hún ásamt mörgum öðrum fagna deildarmeistaratitli Juventus á Ítalíu.
Allir leikmenn kvennaliðsins ákváðu að taka þátt í einhvers konar dansi til að fagna titlinum sem náðist á myndband.
Lehmann var þar fremst í flokki en aðrar ónefndar dömur voru að sjálfsögðu í stóru hlutverki eins og má sjá hér fyrir neðan.
Myndbandið hefur fengið tæplega 400 þúsund ‘like’ á Instagram og vakti mikla athygli.
View this post on Instagram