Leicester City 0 – 1 Liverpool
0-1 Trent Alexander-Arnold(’76)
Liverpool þarf einn sigur í viðbót og þá er liðið búið að tryggja sér titilinn árið 2025 á Englandi.
Þetta varð ljóst í dag er liðið mætti Leicester þar sem aðeins eitt mark var skorað á King Power.
Liverpool hefur spilað glimrandi vel í vetur og getur nú orðið meistari með sigri á Tottenham.
Það sama má ekki segja um Leicester sem er fallið þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.