fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorlákur Axel Jónsson, kennari á Akureyri, segist lengi hafa velt fyrir sér svokallaðri Grafarvogsgremju sem þjóðin hefur ítrekað orðið vitni að. Nýlega hafi íbúi hverfisins skrifað grein þar sem þessi gremja var útskýrð – þetta sé í raun ótti efri millistéttar um að spillast af fólki í lægri stöðu í þjóðfélaginu.

Þorlákur skrifar grein í dag þar sem hann svarar Grafarvogsbúanum Davíði Má Sigurðssyni. Davíð skrifaði grein á dögunum þar sem hann sagði að í Grafarvogi búi „þokkalega mikið af efri og neðri millistétt“ en samt hafi hverfið mætt afgangi í Reykjavík. Davíð sagði blautan draum meirihlutans í borginni vera að reisa nú í Grafarvogi, líkt og í öðrum hverfum, „lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra“ og losa sig við öll græn svæði. Þetta eigi að gera í ósátt við íbúa sem hafi harðlega mótmælt þéttingu byggðar í Grafarvogi.

Þorlákur segir að grein Davíðs sé upplýsandi fyrir utanaðkomandi aðila eins og hann. Þjóðin fái gjarnan að heyra af uppþoti á íbúafundum í Grafarvogi sem jafnvel gangi svo langt að opinberir starfsmenn þurfa áfallahjálp.

„Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundarbræðina í Grafarvogi.“

Þessi efri millistétt í borginni kvartar svo undan snjómokstri sem Norðlendingum eins og Þorláki finnst merkilegt, sérstaklega á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið.

„Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó.“

Davíð hafi eins talað um áætlanir um að byggja í Grafarvogi blokkir fyrir bíllausar barnafjölskyldur. Þorlákur telur þetta fordóma gagnvart verkafólki.

„Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá?“

Þorlákur þakkar Davíði fyrir greinina. Nú geti þjóðin betur skilið þetta fyrirbæri sem kallast Grafarvogsgremja og virðist landlæg þar í hverfi.

„Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns