Lukas Podolski, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hann hafi ekki fengið sanngjarnt tækifæri hjá félaginu á sínum tíma.
Podolski spilaði um 82 leiki fyrir Arsenal undir Arsene Wenger en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi.
,,Ég fékk ekki nógu mikinn spilatíma. Mér fannst ég standa mig vel og fékk ekki þær mínútur sem ég átti skilið,“ sagði Podolski.
,,Ef þú horfir á tölfræðina, ég spilaði um 80 leiki og tók beinan þátt í mörgum mörkum.“
,,Arsene Wenger var frábær stjóri og manneskja. Hann var eins og afi: mjög gáfaður maður sem var gott að ræða við.“