Nico Williams hlakkar til þess að spila á Old Trafford í Evrópudeildinni en hann er leikmaður Athletic Bilbao.
Þessi lið mætast í undanúrslitum keppninnar en Williams er sjálfur orðaður við nokkur félög á Englandi.
Spánverjinn viðurkennir að það sé draumur flestra að fá að upplifa heimavöll enska stórliðsins þar sem ótrúlegir hlutir hafa átt sér stað síðustu árin.
,,Allir ungir leikmenn vilja spila á Old Trafford. Við munum reyna að sækja á San Mames og sýna þeim hvað Athletic Bilbao snýst um,“ sagði Williams.
,,Hvorugt lið er sigurstranglegra í dag, Manchester United situr í neðri hluta deildarinnar en þeir sýndu það gegn Lyon að þeir geta höndlað svona leiki.“