fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 09:00

Pútín tilkynnti um óvænt vopnahlé um páskanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær, flestum að óvörum, um vopnahlé í tilefni páska sem standa mun til miðnættis á annan í páskum. Þrátt fyrir að vera fullir tortryggni tilkynntu Úkraínumenn um að vopnahléið yrði virt en tíðindi morgunsins benda þó til þess að Rússar séu enn að gera árásir á víglínunni.

CNN birti í morgun umfjöllun um hver tilgangur Pútín gæti verið með vopnahléinu. Ályktun miðilsins er sú að tilgangurinn sé sá að gefa Donald Trump og Bandaríkjamönnum undir fótinn með meintan friðarvilja Rússa og ýta undir þann meinta áróður að það séu Úkraínumenn sem séu ekki tilbúnir að semja um frið.

Eins og fjallað hefur verið um virðist Trump á mörkum þess að vera að missa þolinmæðina varðandi þá yfirlýstu stefnu að hann ætlaði að ljúka stríðinu hratt og örugglega og því líklegt að vopnahlé Pútíns sé hugsað til þess að halda Bandaríkjaforseta við efnið um sinn.

Það er nefnilega meira en að segja það fyrir Úkraínumenn að leggja skyndilega niður vopn. Sumar herdeildir eru mögulega í miðjum bardögum og líklegt er að upplýsingaóreiða muni leiða af sér mistök sem Pútín, og reyndar Úkraínumenn sömu leiðis, mun nýta sér til þess að benda á hversu svikull mótaðilinn er.

Greinandi CNN er á því að meiri líkur séu á því að vopnahlé Pútíns sé skaðlegt varðandi möguleg stríðslok heldur en að um jákvætt skref sé að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns