Ný mynd af miðjumanninum Kobbie Mainoo hefur vakið athygli stuðningsmanna Manchester United en hann er á mála hjá félaginu.
Mainoo varð 20 ára gamall í gær en hann hefur allan sinn atvinnumannaferil spilað með United og er lykilmaður í dag.
Þrátt fyrir ungan aldur þá á Mainoo að baki 10 landsleiki fyrir England og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Mainoo fagnaði afmæli sínu á samskiptamiðlum en þar sást hann í treyju Tottenham sem kom mörgum á óvart.
Mainoo er fæddur í Manchester og virðist hafa litla tengingu við London og vakti myndin því mikla athygli.