Verðmiði sóknarmannsins Alexander Isak er að hafa lítil sem engin áhrif á Liverpool að sögn miðilsins GiveMeSport.
Í frétt miðilsins er greint frá því að Isak sé ofarlega á óskalista Liverpool fyrir sumarið en hann er á mála hjá Newcastle.
Newcastle er ríkasta félag Evrópu í dag en talið er að liðið vilji fá 120 milljónir punda fyrir Isak.
Í sömu grein er tekið fram að það hafi engin áhrif á áhuga Liverpool og að félagið sé tilbúið að borga jafnvel meira ef þess þarf.
Isak hefur verið einn öflugasti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og gæti tekið við keflinu af Darwin Nunez á Anfield sem hefur ekki staðist væntingar.