Aaron Ramsey, fyrrum stjarna Arsenal, er kominn á ókunnuglegar slóðir en hann er í dag leikmaður Cardiff.
Ramsey verður 35 ára gamall í lok árs en hann hefur aðeins spilað 21 leik fyrir Cardiff í deild eftir að hafa samið 2023.
Í dag er Ramsey orðinn stjóri Cardiff tímabundið en hann er einnig að einbeita sér að öðrum verkefnum.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Ramsey á öllum hans ferli en hann lék með Juventus eftir að hafa yfirgefið Arsenal og samdi síðar við Nice.
Nú er þessi ágæti welski miðjumaður farinn af stað með eigin fyrirtæki sem ber nafnið ‘Tens’ og mun selja áfengi á Bretlandseyjum.
Vodka verður í aðalhlutverki en Ramsey á fyrirtækið ásamt manni að nafni Tom Simmons sem hefur gert fína hluti í veitingabransanum.
Auglýsingu ‘Tens’ má sjá hér.
View this post on Instagram