Manchester United er sagt vera í bílstjórasætinu þegar kemur að vængmanninum eftirsótta Antoine Semenyo.
Semenyo er gríðarlega mikilvægur leikmaður Bournemouth en hann er 25 ára gamall og er orðaður við nokkur félög.
Sky Sports fjallar um það að Liverpool og Tottenham hafi einnig áhuga en ekki Arsenal sem var þó áhugasamt um tíma.
United ku þó vera í fyrsta sætinu í viðræðum við Bournemouth en Semenyo mun kosta allt að 70 milljónir punda.
Samningur leikmannsins rennur út 2029 en hann hefur skorað átta mörk og lagt upp önnur fimm á tímabilinu.