Aston Villa 4 – 1 Newcastle
1-0 Ollie Watkins(‘1)
1-1 Fabian Schar(’18)
2-1 Ian Maatsen(’64)
3-1 Dan Burn (’73, sjálfsmark)
4-1 Amadou Onana(’75)
Aston Villa vann gríðarlega góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle.
Ollie Watkins byrjaði ballið eftir aðeins eina mínútu og kom heimaliðinu yfir en Fabian Schar jafnaði svo fyrir gestina.
Villa skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og hafði betur sannfærandi 4-1 og gerir sigurinn mikið fyrir heimamenn.
Villa er í sjötta sætinu með 57 stig, tveimur stigum á eftir Newcastle sem situr í þriðja sætinu.