fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Pressan
Laugardaginn 19. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rex Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð á sjö konum, en hann gæti verið ábyrgur fyrir fleiri.  Heuermann var handtekinn í júlí 2023 eftir að DNA úr pizzumatarleifum tengdi hann við morðin á Megan Waterman, Melissu Barthelemy og Amber Costello. Sönnunargögn tengdu hann síðar við morð á fjórum konum til viðbótar: Maureen Brainard-Barnes, Sandra Costilla, Jessica Taylor og Valerie Mack. 

Allar sjö konurnar störfuðu sem fylgdarkonur þegar þær hurfu á milli áranna 1993 og 2010. Líkamsleifar Waterman, Barthelemy, Costello og Brainard-Barnes fundust í Gilgo Beach, sjávarhverfi á Long Island í New York árið 2010, á meðan lögreglan rannsakaði hvarf fylgdarkonu að nafni Shannan Gilbert. 

Líkamsleifar hennar fundust einnig á Gilgo-strönd ári síðar og þó lögreglan hafi talið að hún hafi látist fyrir slysni af völdum ofskömmtunar eða drukknunar, komst réttarmeinafræðingurinn Michael Baden að þeirri niðurstöðu að dauði hennar gæti stafað af kyrkingu. 

Auk kvennanna sjö sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð, en hann hefur neitað sök, fann lögreglan líkamsleifar fjögurra annarra á sama svæði. Þrír þeirra hafa enn ekki verið nafngreindir. 

Fjallað er um mál Heuermanns í heimildarmynd Netflix Gone Girls sem frumsýnd var 31. mars.

Hér er það sem vitað er um meint fórnarlömb Heuerman.

Sandra Costilla

Hin 28 ára gamla Costilla er fyrsta meinta fórnarlamb Gilgo Beach morðingjans og bjó hún í New York þegar hún hvarf árið 1993.

Tveir veiðimenn fundu líkamsleifar hennar í skóglendi í nóvember 1993. Saksóknarar telja að hún hafi verið myrt daginn sem lík hennar fannst eða daginn áður.

John Bittrolff, sem hlotið hafði dóm fyrir morð á tveimur fylgdarkonum, var talinn hafa myrt Costilla. DNA tengdi dauða hennar hins vegar við Heuermann og hann var ákærður fyrir morðið á henni í júní 2024.

Melissa Barthelemy

Í júlí 2009 sást Barthelemy yfirgefa íbúð sína í Bronx og sást ekki til hennar aftur á lífi.

Lík hennar fannst meðfram Ocean Parkway í Gilgo Beach í desember 2010 þegar lögreglumaður í Suffolk-sýslu var á æfingu með hundi sínum Blue.

Systir Barthelemy segir í heimildarmynd Netflix að Barthelemy hafi útskrifast úr snyrtifræðiskóla og „langað að fá vinnu á fallegri stofu“.

Eftir hvarf hennar hélt fjölskylda Barthelemy því fram að hún hafi fengið truflandi símtöl frá óþekktum manni sem sagði að hann væri morðingi hennar. Lögreglan á að hafa rakið þessi símtöl til miðbæjar Manhattan þar sem Heuermann var með skrifstofu. Hann var ákærður fyrir morðið á Barthelemy í júlí 2023. 

Maureen Brainard-Barnes

Þann 9. júlí 2007 hvarf hin 25 ára gamla Brainard-Barnes eftir næturvinnu sem fylgdarkona í New York borg. Systir hennar og vinur hennar sögðust hafa fengið símtöl frá óþekktum manni nokkrum dögum eftir hvarf Brainard-Barnes. 

Þegar lögreglan fann lík Brainard-Barnes á Gilgo Beach, nokkrum dögum eftir að líkamsleifar Barthelemey fundust, var hún bundin með belti. DNA sönnunargögn tengdu Heuermann síðar við morðið á henni og hann var ákærður fyrir annars stigs morð í tengslum við dauða hennar árið 2023.

Megan Waterman

Í júní 2010 hvarf hin 22 ára Waterman af hóteli á Long Island.  Lík hennar fannst um svipað leyti og Brainard-Barnes, Barthelemy og Amber Costello, og allar fjórar konurnar höfðu verið vafðar inn í trefjadúk. Heuermann var ákærður fyrir morðið áWaterman í júlí 2023. 

„Megan var elskuð af mörgum,“ segir frænka hennar Elizabeth Meserve í Gone Girls. „Og þetta hafði áhrif á mörg mannslíf.

Amber Costello

Þann 2. september 2010 hvarf hin 27 ára gamla Costello frá West Babylon í New York eftir að hún yfirgaf heimili sitt til að hitta viðskiptavin. Lögreglan uppgötvaði líkamsleifar hennar þremur mánuðum síðar á Gilgo Beach. 

Áður en hún hvarf höfðu herbergisfélagar hennar fjarlægt viðskiptavin af heimili sínu eftir að hann á að hafa hótað henni. Þessir herbergisfélagar aðstoðuðu lögreglu einnig með því að lýsa bifreið af gerðinni Chevrolet Avalanche sem Costello settist upp í nóttina sem hún hvarf, sem var sams konar bíll sem Heuermann ók.

Hann var ákærður fyrir morðið á Costello í júlí 2023. 

Jessica Taylor

Taylor, sem starfaði sem fylgdarkona í miðbæ Manhattan, sást síðast 19. júlí 2003. Tveimur dögum síðar hringdi hún í móður sína og gerði ráð fyrir að heimsækja hana í afmæli í vikunni á eftir. Þegar dóttir hennar kom ekki lét hún lögreglu vita. 

Líkamsleifar hinnar tvítugu Taylor fundust 26. júlí 2003 af einstaklingi á göngu með hunda sína. Fleiri líkamsleifar hennar fundust síðar árið 2011 meðfram Ocean Parkway á Gilgo Beach.

Saksóknarar telja að Taylor hafi verið myrt á milli 21. júlí og 26. júlí árið 2003. Karlhár sem fundust á líkamsleifum hennar og Costilla reyndust vera líkleg DNA-samsvörun við Heuermann og hann var ákærður fyrir morðið á Taylor í júní 2024.

Valerie Mack

Hin 24 ára Valerie Mack, sem einnig gekk undir dulnefninu Melissa Taylor, starfaði sem fylgdarkona í Philadelphia og Atlantic City. Lögreglan hélt því fram að hún hafi verið myrt á milli 1. september og 19. nóvember 2000, þegar líkamsleifar hennar  fundust á sama stað og Jessica Taylor.

Mack  var bundin með reipi og skilin eftir í svörtum plastpoka sem hafði verið vafinn með svörtu límbandi. Hendur hennar og hluti af hægri fótlegg hennar fannst síðar meðfram Ocean Parkway árið 2011. 

Lögreglan fann hár sem passaði við eiginkonu Heuermann og dóttur þeirra sem þá var á leiksskólaaldri í lokuðum ruslapokanum sem geymdi hluta af líkamsleifum Mack. Heuerman var ákærður fyrir annars stigs morð í desember 2024 vegna andláts Mack. 

Fjögur fórnarlömb til viðbótar

Líkamsleifar fjögurra annarra fórnarlamba fundust við eða nálægt Gilgo-strönd árið 2011 en aðeins hafa verið borin kennsl á eitt þeirra.

 

Karen Vergata

Karen Vergata, sem var 34 ára, starfaði sem fylgdarkona þegar hún hvarf frá Manhattan 14. febrúar 1996. Tveimur mánuðum síðar fundust nokkrar líkamsleifar hennar  á Fire Island á Long Island, þó ekki væri vitað hver hún var á þeim tíma. Meira af líki hennar fannst á Tobay Beach árið 2011, innan við fimm kílómetra frá Gilgo Beach.  

Lögreglu tókst loksins að bera kennsl á líkamsleifarnar með erfðafræðilegri ættfræði árið 2023 og vinnur enn að því að finna nöfn hinna þriggja fórnarlambanna.

Á blaðamannafundi árið 2024 sögðu rannsóknarlögreglumenn að eitt fórnarlambanna væri asískt, klæddur kvenmannsfötum, gæti hafa unnið sem fylgdarmaður og verið á aldrinum 17 til 23 ára. Hin fórnarlömbin tvö voru afrísk amerísk kona og smábarn hennar.

Heuermann hefur ekki verið ákærður fyrir dauða Vergata eða hinna þriggja óþekktu fórnarlamba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig