fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. apríl 2025 13:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar á alvöru íslensku til þeirra sem sýna trans fólki fordóma.  Í pistli hennar á Facebook segir hún að við séum þegar á botninn sé hvolft öll manneskjur og eigum að bera virðingu fyrir hvort öðru.

„Þann fyrsta október 1979 kom Naglinn út úr maga móður sinnar með kvenkyns æxlunarfæri. Naglinn er því líffræðileg kona. Hakar í boxið ‘kona’ við kaup á flugmiðum. Fer í kvennaklefann í sundi og rækt.

Naglinn upplifir sig ekki óörugga þó í næsta skáp sé kona sem ekki fæddist með kvenkyns æxlunarfæri. Naglinn hefur aldrei ætlað transkonu að beita sig ofbeldi.

Fyrsta hugsun er EKKI að þessi kona fór í gegnum margra ára bið og angist eftir kynleiðréttingu til að koma hér inn í þennan búningsklefa til að berja mig, nauðga mér og djöflast síðan á börnum. Að þessi kona eyddi aleigunni til að leiðrétta kyn sitt til að stara á pjölluna mína í sturtunni. Þessi kona fór í gegnum storm af fordómum og sjálfsefa bara til að geta pissað á sömu klósettum og aðrar konur. Þessi kona í næsta pissuklefa ætlar að þröngva skoðunum sínum upp á börn og ungmenni. Þessi kona er bara karl í pilsi sem á ekki erindi hingað inn.

Því slíkar skoðanir og hugsanir eru að mati Naglans veruleikafirring og viðbjóður á æðsta stigi. Naglinn skilur ekki að fólk sem virkilega heldur slíku fram sé með eðlilega heilastarfsemi.“

Ragga segir að það sé ekkert eins lágkúrulegt eins og að níðast á viðkvæmasta samfélagi fólks sem þráir ekkert heitar en samþykki og tilverurétt.

„Að búa við mannréttindi sem fela í sér öryggi og virðingu. Hópur sem er innan við 1% mannkyns.

Appelsínuguli trúðurinn í Ammeríkunni vill að kynin séu bara tvö og forpokaðar krumpaðar sálir með krullaða efri vör í ríki Karls sviptu trans konur sínum réttindum með einu pennastriki. Með fimmtíu ára gamlar endurunnar skoðanir að vopni.

Það blæðir úr augunum af viðurstyggð að horfa upp á moldríkan kvenkyns rithöfund með vindil í munnviki, og dragtklæddar forréttinda sískynja konur fagna slíkri afturför í mannréttindum.Sem strípar transkonur að geta skilgreint sig á réttan hátt og átt viðeigandi stað í samfélaginu og heilbrigðiskerfinu.“

Rithöfundurinn sem Ragga vísar til er J. K. Rowling, höfundur bókaflokksins um Harry Potter, en á miðvikudag birti hún mynd af sér þar sem hún fagnar dómi Hæstiréttar Bretlands sem féll miðvikudaginn 16. febrúar þar sem dæmt var að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. 

„Trans fólk hættir að stunda líkamsrækt, leitar ekki aðstoðar í veikindum, einangrar sig félagslega, upplifir kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, og í verstu tilfellum tekur eigið líf.

Naglinn hefur aldrei verið lamin fyrir utan líkamsræktarstöð fyrir það eitt að vera kona. Ekki heyrt neinn gelta á sig úti á götu. Ekki fengið yfir sig holskeflu af ógeðslegum skilaboðum og athugasemdum og afmennskun á lægsta stigi.

Hið sama gildir hins vegar ekki um trans fólk.

Flest eigum við skyldmenni, vini, kunningja sem eru trans og viljum ekki að þau séu beitt ofbeldi, upplifi fordóma, það sé gelt á þau og svipt mannréttindum bara fyrir að vera til.“

Ragga segir að henni þyki trans fólk sterkasta fólk í heimi.

„Þau leggja á sig gríðarlegar breytingar, líkamlega, andlega, fjárhagslega og félagslega, til að lifa í sínum sannleika. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við öll bara manneskjur. Þið með krepptar tær þurfið ekki að skilja. En þið þurfið að bera virðingu. Ekki vera fáviti!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“