Alessandro Bastoni, leikmaður Inter Milan, viðurkennir að hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann eigi að verjast Lamine Yamal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Yamal er einn öflugasti vængmaður heims og mætti Bastoni á síðasta ári er Spánn og Ítalía áttust við á EM.
Bastoni var ekki of kokhraustur er hann ræddi Yamal og veit sjálfur manna best að verkefnið framundan verður afskaplega erfitt.
,,Ég bara veit ekki hvernig ég á að glíma við hann – það gekk ekki svo vel á EM í sumar,“ sagði Bastoni.
,,Barcelona er með mjög skýra hugmyndafræði og þeir gætu skilið eftir sig pláss á vellinum en við verðum að verjast sem lið.“
,,Við höfum mætt frábærum vængmönnum eins og Michael Olise og Leroy Sane á tímabilinu en við þurfum að vera með 100 prósent einbeitingu og vera í 100 prósent standi.“